Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. október 2019 17:34
Brynjar Ingi Erluson
Klopp hafnaði Manchester United og Real Madrid
Mynd: Getty Images
Robbie Fowler, fyrrum leikmaður LIverpool, segir að Jürgen Klopp hafi hafnað því að taka við Manchester United og Real Madrid.

Brendan Rodgers var látinn fara frá Liverpool í byrjun október árið 2015 eftir slaka byrjun á tímabilinu en nokkrum dögum síðar var Klopp ráðinn.

Fowler, sem lék með Liverpool, tók viðtal við Klopp fyrir nokkrum árum en þýski þjálfarinn viðurkenndi að hann hafnaði bæði Manchester United og Real Madrid.

„Ég tók viðtal við hann fyrir nokkrum árum og þar sagði hann mér að hann afnaði liðum á borð við Manchester United og líklegast Real Madrid því hann þoldi ekki hvernig félögin væru aðallega að einblína á auglýsingamarkað," sagði Fowler.

„Honum leist vel á Liverpool því það var gott jafnvægi hjá klúbbnum. Hann var hrifinn af sögu félagsins og stuðningsmönnunum, Hann vildi gera frábæra hluti á Anfield og vissi að hann gæti gert þetta án þess að Liverpool væri einhver forríkur klúbbur og hann vissi að hann gæti gert þetta á annan hátt. Hann hefur svo sannarlega náð því markmiðið og stuðningsmennirnir finna fyrir stolti á ný og ég hef orðið vitni að því," sagði Fowler í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner