sun 13. október 2019 13:10
Elvar Geir Magnússon
Siggi Raggi í viðræðum við Þór Akureyri
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Sigurður Ragnar Eyjólfsson í viðræðum við Þór Akureyri en félagið er í þjálfaraleit eftir að Gregg Ryder var látinn fara.

Sigurður Ragnar flaug norður í morgun.

Hann var fræðslustjóri KSÍ og þjálfaði kvennalandsliðið með góðum árangri. Þá hefur hann þjálfað karlalið ÍBV, verið aðstoðarþjálfari Lilleström og verið þjálfari kvennalandsliðs Kína.

Sigurður Jónsson, aðstoðarþjálfari ÍA, hefur einnig verið orðaður við Þór.

Þórsarar settu stefnuna á að komast upp úr Inkasso-deildinni í sumar en enduðu tímabilið hrikalega og luku keppni í 6. sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner