Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. október 2019 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM í dag - Pólland og Rússland á EM?
Virgil van Dijk og félagar mæta Hvíta-Rússlandi
Virgil van Dijk og félagar mæta Hvíta-Rússlandi
Mynd: Getty Images
Fjölmargir leikir fara fram í undankeppni Evrópumótsins í dag en aðeins tvær þjóðir eru komnar á lokamótið.

Það er gríðarleg barátta í C-riðli en Holland, Þýskaland og Norður Írland eru öll með 12 stig á meðan Hvíta-Rússland er með 4 stig og Eistland 1 stig.

Holland heimsækir Hvíta-Rússland á meðan Þýskaland mætir Eistlandi.

Í D-riðli er Króatía á toppnum með 13 stig en liðið mætir Wales sem er í fjórða sæti með 7 stig. Ungverjaland er með 9 stig en Azerbaijdsan er með 1 stig á botninum.

Í G-riðli getur Pólland tryggt sér sæti á EM með því að vinna Norður Makedóníu en á sama tíma mætast Slóvenía og Austurríki.

Belgía er búið að tryggja sig á EM í I-riðli en Rússland getur fylgt þeim. Rússland mætir Kýpur á meðan Belgía spilar við Kasakstan og mætast Skotland og San Marino.

Leikir dagsins:

Riðill C
16:00 Hvíta Rússland - Holland
18:45 Eistland - Þýskaland

Riðill E/b>
16:00 Ungverjaland - Azerbaijan
18:45 Wales - Króatía

Riðill G
18:45 Pólland - Norður Makedónía
18:45 Slovenia - Austurríki

Riðill I
13:00 Kasakstan - Belgía
16:00 Skotland - San Marino
16:00 Kýpur - Rússland
Athugasemdir
banner
banner
banner