Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. október 2020 19:39
Elvar Geir Magnússon
Martínez: Viljum spila til að veita fólki gleði
Icelandair
Roberto Martínez á Laugardalsvelli í kvöld.
Roberto Martínez á Laugardalsvelli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í mínum bókum er enginn auðveldur leikur," sagði Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, á fréttamannafundi í dag.

Þrátt fyrir að lykilmenn vanti í íslenska landsliðið og þjálfarateymið sé komið í sóttkví vill Martínez ekki meina að það verði formsatriði fyrir sitt lið að vinna leikinn.

„Það var súr stemning hjá mínu liði eftir tapið gegn Englandi og menn vilja bæta upp fyrir það. Þetta verður erfiður leikur," segir Martínez.

„Það er bara hluti af fótboltanum í þessu umhverfi okkar að vera án leikmanna. Við erum með fimm lykilmenn fjarverandi. Ísland spilaði mjög vel gegn Rúmeníu og er núna komið í úrslitaleik um sæti á EM. Leikur þeirra gegn Dönum var jafn í fyrri hálfleik og þetta verður erfiður leikur á morgun."

Þegar hann var spurður út í hvort hann teldi mögulegt að leiknum yrði frestað vegna þess að starfsmaður í íslenska liðinu greindist með veiruna sagði Martínez svo ekki vera.

Hann sagði að reglur UEFA væru mjög strangar og vel fylgst með öllu. Í sínum huga væri það mikilvægt að halda fótboltanum gangandi fyrir fótboltaáhugamenn heimsins. Í þessu ástandi þurfi að veita fólkinu gleði. Hann segist þó vorkenna kollegum sínum hjá íslenska landsliðinu að geta ekki tekið þátt í leiknum.

Leikur Íslands og Belgíu annað kvöld verður klukkan 18:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner