Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   fim 13. október 2022 13:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona þarf kraftaverk - Vandræðin munu aukast
Robert Lewandowski var á meðal leikmanna sem Barcelona keypti fyrir mikinn pening í sumar.
Robert Lewandowski var á meðal leikmanna sem Barcelona keypti fyrir mikinn pening í sumar.
Mynd: EPA
Barcelona er svo sannarlega í vandræðum eftir jafntefli gegn Inter í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Börsungar jöfnuðu metin í uppbótartíma frábærum leik.

Barcelona fór ýmsar leiðir í sumar til að rétta úr fjárhagsstöðunni til skammtíma en það er rosalega mikilvægt fyrir félagið að komast áfram í Meistaradeildnni. Félagið ætlaði að treysta á úrslit til skammtíma og reyna þannig að leysa stöðu félagsins.

Fjárhagsstaða félagsins er nú ekki góð, alls ekki. Félagið verslaði mikið í sumar til þess að geta farið áfram í Meistaradeildinni en það hefur ekki virkað.

Félagið ætlaði sér að komast að minnsta kosti í átta-liða úrslitin - það var sett í fjárhagsáætlun - en það þarf núna kraftaverk til að fara áfram upp úr riðlinum. Evrópudeildin er í augsýn og sú keppni gefur miklu minna fjárhagslega en Meistaradeildin.

Skuldastaða félagsins er slæm og ekki batnar þetta ef félagið fer ekki áfram í Meistaradeildinni, þetta mun bara versna til muna.

Sjá einnig:
Barcelona í risastóru fjárhættuspili - Mun það ganga upp?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner