Auðvelt fyrir Holland - Naumt hjá Skotum
Fjórum fyrstu leikjum dagsins er lokið í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM, þar sem Færeyjar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Tékkland að velli.
Gunnar Vatnhamar leikmaður Víkings og Jóan Símun Edmundsson sóknarmaður KA voru báðir í byrjunarliði Færeyja. Gunnar lék allan leikinn en Jóan Simun í 55 mínútur.
Gunnar Vatnhamar leikmaður Víkings og Jóan Símun Edmundsson sóknarmaður KA voru báðir í byrjunarliði Færeyja. Gunnar lék allan leikinn en Jóan Simun í 55 mínútur.
Hanus Sörensen tók forystuna fyrir Færeyinga á 67. mínútu eftir nokkuð jafnan leik fram að því. Adam Karabec, leikmaður Lyon, jafnaði ellefu mínútum síðar en það voru Færeyingar sem áttu síðasta orðið.
Martin Agnarsson var nýkominn inn af bekknum þegar hann var óvænt kominn í gegn og skoraði í autt mark eftir klaufagang í varnarleik Tékka. Hann var aðeins búinn að vera á vellinum í tæpa mínútu þegar hann skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins á 81. mínútu.
Lokatölur 2-1 fyrir Færeyjar sem eiga afar veika von um að komast í umspilssæti fyrir HM. Þeir þurfa að vinna á útivelli gegn toppliði Króatíu í næsta landsleikjaglugga og treysta á að Tékklandi sigri ekki sinn heimaleik gegn smáþjóð Gíbraltar.
Holland rúllaði þá yfir Finnland þar sem Memphis Depay var allt í öllu með tvær stoðsendingar og mark í fyrri hálfleik. Donyell Malen og Virgil van Dijk komust einnig á blað fyrir leikhlé áður en Cody Gakpo innsiglaði 4-0 sigur á lokakaflanum, eftir undirbúning frá Xavi Simons.
Hollendingar eru svo gott sem búnir að tryggja sér toppsæti G-riðils með þessum sigri, á meðan Finnar eru að öllum líkindum búnir að missa af öðru sætinu.
Ché Adams og Scott McTominay skoruðu þá mörkin fyrir Skotland sem lagði Belarús að velli 2-0, en það kom á óvart hversu jafn leikurinn var.
Adams skoraði í fyrri hálfleik og voru Hvítrússar sterkari aðilinn á löngum köflum en tókst ekki að jafna metin. Evgeniy Malashevich kom boltanum í netið en markið ekki dæmt gilt eftir athugun í VAR-herberginu.
Það var undir lokin sem McTominay tvöfaldaði forystuna fyrir Skota og reyndist það mark sigurmarkið, útaf því að gestirnir frá Hvítrússlandi minnkuðu muninn í uppbótartíma.
Skotar eru í harðri toppbaráttu við Dani í C-riðli, en Danir taka á móti Grikkjum í kvöld.
Að lokum vann Kýpur þægilegan sigur í San Marínó.
Færeyjar 2 - 1 Tékkland
1-0 Hanus Sorensen ('67 )
1-1 Adam Karabec ('78 )
2-1 Martin Agnarsson ('81 )
Holland 4 - 0 Finnland
1-0 Donyell Malen ('8 )
2-0 Virgil van Dijk ('17 )
3-0 Memphis Depay ('38 , víti)
4-0 Cody Gakpo ('84 )
Skotland 2 - 1 Belarús
1-0 Che Adams ('15 )
2-0 Scott McTominay ('84 )
2-1 Gleb Kuchko ('96)
San Marínó 0 - 4 Kýpur
0-1 Loizos Loizou ('9 )
0-2 Stelios Andreou ('59 )
0-3 Grigoris Kastanos ('67 , víti)
0-4 Andronikos Kakoullis ('79 )
Athugasemdir