Steven Gerrard hefur ákveðið að taka ekki við þjálfarastarfinu hjá Rangers eftir viðræður við Grétar Rafn Steinsson og aðra stjórnendur skoska stórveldisins.
Sky Sports greinir frá þessu eftir að viðræður voru í gangi alla vikuna. Talið er að Danny Röhl sé núna efstur á óskalistanum yfir arftaka fyrir Russell Martin.
Greint er frá því að Gerrard hafi tekið þessa ákvörðun sjálfur útaf því að honum fannst tímasetningin ekki henta sér nægilega vel. Viðræðurnar voru jákvæðar og eru dyrnar ekki lokaðar fyrir því að Gerrard snúi aftur í þjálfarastarfið hjá félaginu í framtíðinni.
Gerrard stýrði Rangers í þrjú ár frá 2018 til 2021 og færði sig svo yfir til Aston Villa en entist ekki lengi þar. Hann hefur verið án starfs síðan í lok janúar, eftir að hafa stýrt Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu í eitt og hálft ár.
09.10.2025 22:30
Grétar og Gerrard funda áfram um þjálfarastöðuna
Athugasemdir