Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fös 10. október 2025 22:06
Kári Snorrason
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Virkilega svekktur, ótrúleg niðurstaða miðað við hvernig leikmyndin af leiknum var í dag. Það er erfitt að taka þessu. Erfitt að taka því hvernig við fáum á okkur þessi fimm mörk. Í flestum þessum 'mómentum' í leiknum erum við með algjöra yfirburði. Þetta kemur gegn gangi leiksins, við þurfum klárlega að bæta það. Miðað við hvernig við spiluðum okkar sóknarleik, yfirburðirnir með boltann og annað þá er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú færð fimm mörk á þig. Þetta voru of auðveld mörk sem þeir skora á okkur í dag.“ 

Sagði varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason eftir 3-5 tap Íslands gegn Úkraínu fyrr í dag. Fjögur af fimm mörkum Úkraínu komu fyrir utan teig.


Lestu um leikinn: Ísland 3 -  5 Úkraína

„Ég held að grunnstaðan í þessum mörkum sé að við töpum boltanum á slæmum stöðum og erum þá með færri menn til baka. Við þurfum ekki að tapa boltanum á þessum stöðum en ef það skyldi gerast þá þurfum við að vera betur 'coveraðir' til baka, til þess að geta dílað betur við stöðurnar. Við gerðum það klárlega ekki í dag. Þetta eru mörk sem eru ódýr að fá á sig.“ 

Ísland sneri við tveggja marka forystu Úkraínu og jafnaði leikinn um miðbik síðari hálfleiks. Úkraína bætti þá um betur og skoraði tvö mörk. 

„Algjör óþarfi að tapa þessum leik í dag. Fáránlegt að við komum okkur aftur í leikinn, 3-3 og fimm mínútur eftir, og leikurinn endar 5-3. Úr því sem komið var hefði jafntefli verið fín úrslit. En mómentið í leiknum er að við séum að fara skora fjórða markið og að vinna leikinn. En þeir skora gegn gangi leiksins eins og í lok fyrri hálfleiks. Það kostaði okkur í dag. Hvað það er, einbeitingaleysi eða hvað, það er eitthvað í þessum lykilstundum leiksins sem klikkar og það kostaði okkur í kvöld.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner