Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 10. október 2025 22:06
Kári Snorrason
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Virkilega svekktur, ótrúleg niðurstaða miðað við hvernig leikmyndin af leiknum var í dag. Það er erfitt að taka þessu. Erfitt að taka því hvernig við fáum á okkur þessi fimm mörk. Í flestum þessum 'mómentum' í leiknum erum við með algjöra yfirburði. Þetta kemur gegn gangi leiksins, við þurfum klárlega að bæta það. Miðað við hvernig við spiluðum okkar sóknarleik, yfirburðirnir með boltann og annað þá er mjög erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú færð fimm mörk á þig. Þetta voru of auðveld mörk sem þeir skora á okkur í dag.“ 

Sagði varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason eftir 3-5 tap Íslands gegn Úkraínu fyrr í dag. Fjögur af fimm mörkum Úkraínu komu fyrir utan teig.


Lestu um leikinn: Ísland 3 -  5 Úkraína

„Ég held að grunnstaðan í þessum mörkum sé að við töpum boltanum á slæmum stöðum og erum þá með færri menn til baka. Við þurfum ekki að tapa boltanum á þessum stöðum en ef það skyldi gerast þá þurfum við að vera betur 'coveraðir' til baka, til þess að geta dílað betur við stöðurnar. Við gerðum það klárlega ekki í dag. Þetta eru mörk sem eru ódýr að fá á sig.“ 

Ísland sneri við tveggja marka forystu Úkraínu og jafnaði leikinn um miðbik síðari hálfleiks. Úkraína bætti þá um betur og skoraði tvö mörk. 

„Algjör óþarfi að tapa þessum leik í dag. Fáránlegt að við komum okkur aftur í leikinn, 3-3 og fimm mínútur eftir, og leikurinn endar 5-3. Úr því sem komið var hefði jafntefli verið fín úrslit. En mómentið í leiknum er að við séum að fara skora fjórða markið og að vinna leikinn. En þeir skora gegn gangi leiksins eins og í lok fyrri hálfleiks. Það kostaði okkur í dag. Hvað það er, einbeitingaleysi eða hvað, það er eitthvað í þessum lykilstundum leiksins sem klikkar og það kostaði okkur í kvöld.“ 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner