Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
banner
   fös 10. október 2025 19:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir 
Gagnrýnir varnarleikinn harðlega - „Hvaða kjaftæði er þetta?"
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland er tveimur mörkum undir gegn Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM í hálfleik.

Það var mjög slæmur kafli undir lokin eftir að Mikael Egill Ellertsson hafði jafnað metin. Hann gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann hitti ekki boltann í teig Íslands og upp úr því komst Úkraína yfir.

Ukraína bætti þriðja markinu við með langskoti. Vitalii Mykolenko fór illa með Guðlaug Victor Pálsson og Hákon Arnar Haraldsson áður en hann lagði upp fyrsta mark leiksins.

Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur á Sýn Sport, gagnrýndi varnarleikinn í umfjöllun Sýnar í hálfleik.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  5 Úkraína

„Það er óskiljanlegt hvernig hann klikkar á þessu. Bæði þetta og þegar Guðlaugur Victor tapar einn á einn og Hákon veður í manninn með honum þar sem Guðlaugur Victor á bara að sjá um manninn. Þetta eru hlutir sem mega ekki gerast," sagði Lárus Orri.

„Á endanum lendi boltinn hjá Mikael Agli, negldu þessu helvíti í burtu, hvaða kjaftæði er þetta? Við getum ekki verið að standa í svona hlutum í landsleik á móti svona stórum þjóðum að gefa þeim svona hluti endalaust."




Athugasemdir
banner
banner