Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 11. október 2025 17:05
Brynjar Óli Ágústsson
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Við erum bara húsgögn hérna í Kaplakrika, við erum ekki að fara eitt eða neitt.
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er stórkoslteg maður og miklir léttir að gera þetta á heimavelli. Þvílíkur baráttu sigur hjá leikmönnum FH liðsins, frábært að koma til baka eftir að hafa fengið tvö mörk í andlitið,'' segir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-2 sigur gegn Víking í 5 umferð efri hluta Bestu deildar.


Lestu um leikinn: FH 3 -  2 Víkingur R.

Dominos bauð áhorfendum frítt inn á leikinn og það var vel mætt hjá báðum liðum.

„Það gerir alltaf helling fyrir leikmenn, því fleiri áhorfendur því meiri skemmtun fyrir leikmenn og alla sem að leiknum koma. Áhorfendur skipta máli og það hefur verið flottur stígandi í stuðningsmönnum FH í sumar og við reynum alltaf að gefa þeim góðan leik,''

Guðni var ekki sáttur með víta dóminn sem Twana gaf Víkingum til þess að jafna leikinn 1-1.

„Við byrjuðum seinni hálfleikinn gríðarlega vel, komust í tvö færi bara innan við fyrstu mínútu. Fáum svo á okkur vítaspyrnu sem er galinn dómur sem hjálpaði okkur engan veginn. Þvílíkt sterkt hjá leikmönnum að koma til baka með að skora tvö mörk og ná síðan að halda leikinn út. Ég er himinn lifandi, vá!'' segir Guðni

FH hefur tryggt sér 2. sæti deildarinnar og Guðni var spurður út í hvað þetta þýðir fyrir klúbbinn.

„Þetta er ótrúlega stórt að við séum að ná þessum árangri og ég er gallharður FH-ingur og svart hvítt hjarta og allt það og fá að taka þátt í þessari vegferð er bara geggjað. Við fara upp á næstu tröppu með sumrinu og það eru bjartir tímar hér framundan.''

Spurt var Guðna hvort hann og bróðir hans verða áfram hjá FH fyrir næsta tímabil.

„Ég á ekki von á öðru, ég er með samning við FH annað ár og við erum bara húsgögn hérna í Kaplakrika, við erum ekki að fara eitt eða neitt.'' segir Guðni í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner