Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 11. október 2025 17:05
Viktor Ingi Valgarðsson
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Þjálfari Stjörnunnar
Jóhannes Karl Þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan fékk Þrótt í heimsókn á Samsungvöllinn í dag. Hörkuleikur sem endaði með 1-0 sigri gestana. Þetta var næst síðasti leikur tímabilsins hjá liðunum. Framundan er leikur gegn Víking í síðustu umferð Bestu Deildar Kvenna.


„Fyrri hálfleikur var vonbrigði, þannig séð heppnar að fara 1-0 í hálfleik. Seinni hálfleik stigum við aðeins upp. Þróttarar eru sterkir og góðar tilbaka, náðu að loka á okkar sóknaraðgerðir. Heilt yfir mjög lokaður leikur".

Stjarnan skoraði mark en það var flaggað og rangstæða dæmd.

„Væri til í að sjá aftur þegar við skoruðum í fyrri hálfleik. Virkaði virkilega tæpt og góð sókn, en svona er fótboltinn".

Liðið hefur verið að spila virkilega vel og situr í fjórða sæti þegar einn leikur er eftir.

„Liðið er vel stemt. Við komum inn í þessa úrslita keppni búnar að spila vel. Fótbolti er miklu skemmtilegri þegar gengur vel og fólk leggur sig fram. Mikil samkeppni í liðinu, þannig heilt yfir held ég að hópurinn mótíveri sig sjálfur".

„Síðan er líka bara stoltið í þessu, við erum að berjast um 4,5 og 6 sætið. Erum í fjórða og viljum halda því, þá þurfum við sigur á móti Víking í síðasta leik. Þannig við höldum áfram og látum þessa leiki skipta máli".

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner