Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   fös 10. október 2025 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Eimskip
Hákon Arnar í leiknum í kvöld.
Hákon Arnar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hákon með boltann.
Hákon með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er þungt, mikið svekkelsi og ég er pirraður. Við klúðrum þessu," sagði Hákon Arnar Haraldsson, sem bar fyrirliðaband Íslands gegn Úkraínu í kvöld. Leikurinn endaði með 3-5 sigri Úkraínu.

Ísland stjórnaði leiknum en Úkraínu skoraði nánast úr öllum sínum tækifærum.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  5 Úkraína

„Þeir skora einhvern veginn úr öllu sem er mjög vel gert hjá þeim. Við gefum þeim færi á þessu. Þeir klára fáránlega vel og smellhitta boltann í hvert einasta skipti. Við gefum þeim þetta og þetta er okkur að kenna."

„Frammistaðan fannst mér góð, sérstaklega sóknarlega. Mér fannst við færa hann vel og finna millisvæðin en aftur á móti fáum við á okkur fimm. Það er lítið hægt að vera glaður yfir þessu."

„Svona gerist á háu stigi þegar þú slekkur á þér í smá. Það er ekki nema eitt atvik og þeir eru komnir yfir."

„Ef þú ætlar að vinna einhverja leiki þá geturðu ekki fengið á þig fimm mörk. Það er ekki séns að vinna leiki þannig," sagði Hákon.

Hvernig horfirðu á framhaldið?

„Það er aðeins svartara, en það eru enn þrír leikir eftir. Það er hellingur eftir og við verðum að gefa allt í þetta."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner