Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 14:26
Brynjar Ingi Erluson
Ingibjörg sneri aftur í lið Freiburg - Marie með Molde upp í úrvalsdeild
Kvenaboltinn
Ingibjörg er mætt aftur í lið Freiburg
Ingibjörg er mætt aftur í lið Freiburg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marie Jóhannsdóttir spilar með Molde í úrvalsdeildinni á næsta ári
Marie Jóhannsdóttir spilar með Molde í úrvalsdeildinni á næsta ári
Mynd: Molde
Ingibjörg Sigurðardóttir sneri aftur í hópinn hjá Freiburg í dag, tveimur vikum eftir að hafa orðið fyrir höfuðmeiðslum í bikarleik gegn Hannover.

Landsliðskonan kom inn af bekknum hjá Freiburg í hálfleik í bikarleik gegn Hannover sem fór fram 28. september en í þeim leik varð hún fyrir höfuðmeiðslum og var því ekki með í næsta deildarleik gegn Union.

Hún sneri aftur í hópinn hjá Freiburg í 3-2 sigri á Eintracht Frankfurt í þýsku deildinni í dag og spilaði síðustu mínúturnar.

Góðar fréttir fyrir Ingibjörgu og Freiburg sem er í 3. sæti deildarinnar með 13 stig, þremur stigum frá toppliði Bayern.

Marie Jóhannsdóttir var í byrjunarliði Molde sem vann 2-1 sigur á Haugesund í norsku B-deildinni og tryggði sér um leið sæti í norsku úrvalsdeildina á næsta tímabili.

Skagfirðingurinn mun leika með liðinu í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa framlengt samning sinn í sumar.

Daníela Dögg Guðnadóttir var ónotaður varamaður hjá Álasundi sem vann 2-0 sigur á Asane. Álasund er í 4. sæti deildarinnar og útlit fyrir að liðið sé á leið í umspil um sæti í úrvalsdeildina.

Melkorka Kristín Jónsdóttir kom inn af bekknum hjá B93 sem vann 4-0 sigur á Esbjerg í dönsku B-deildinni. Guðrún Hermannsdóttir kom þá inn af tréverkinu hjá Esbjerg. B93 er í 6. sæti með 9 stig en Esbjerg á botninum með 3 stig.

Amanda Andradóttir og stöllur hennar í Twente töpuðu fyrstu stigum tímabilsins er liðið gerði óvænt 1-1 jafntefli við Utrecht á heimavelli. Amanda lék síðustu mínútur leiksins en Twente er þó áfram á toppnum með 13 stig eftir fimm leiki.
Athugasemdir
banner