Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
   sun 12. október 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM í dag - Danir mæta Grikkjum
Finnar heimsækja Holland
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM heldur áfram með átta leikjum í dag þar sem San Marínó tekur á móti Kýpur í hádegisleiknum.

Síðar í dag eiga Skotland, Færeyjar og Holland áhugaverða heimaleiki.

Skotar taka á móti Hvítrússum á meðan Færeyjar spila við Tékkland og Holland fær Finnland í heimsókn. Finnar þurfa helst á sigri að halda í toppbaráttu G-riðils.

Færeyingar geta reynt að blanda sér í baráttuna um annað sæti L-riðils með sigri, en til að komast upp í 2. sæti þurfa þeir líka að sigra útileik gegn Króatíu í nóvember og treysta á að Tékkland vinni ekki Gíbraltar á heimavelli, sem verður að teljast ómögulegt.

Í kvöld geta Pólverjar svo farið langleiðina með að tryggja sér annað sætið í G-riðli þegar þeir heimsækja Litháen, á meðan Danir eiga mikilvægan heimaleik við Grikkland. Danir eru í harðri toppbaráttu við Skotland í C-riðli en Grikkir þurfa sigur eftir tvo tapleiki í röð.

Króatía spilar þá heimaleik við Gíbraltar og Rúmenía mætir að lokum Austurríki í H-riðli. Rúmenar þurfa sigur til að halda sínum vonum um annað sæti riðilsins á lífi.

Leikir dagsins
13:00 San Marínó - Kýpur
16:00 Skotland - Belarús
16:00 Færeyjar - Tékkland
16:00 Holland - Finnland
18:45 Litháen - Pólland
18:45 Rúmenía - Austurríki
18:45 Danmörk - Grikkland
18:45 Króatía - Gíbraltar
Athugasemdir
banner