Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
banner
   fös 10. október 2025 22:39
Kári Snorrason
Arnar um Guðlaug Victor - „Besti leikmaður í heimi fyrir korteri síðan“
Eimskip
Guðlaugur Victor fékk tvo í einkunn Fótbolta.net eftir leik.
Guðlaugur Victor fékk tvo í einkunn Fótbolta.net eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það fylgir því bara mikil ábyrgð að vera með boltann.“
„Það fylgir því bara mikil ábyrgð að vera með boltann.“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ísland tapaði 3-5 gegn Úkraínu á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson hefur sætt gagnrýni fyrir frammistöðu sína í kvöld en hann lék í hægri bakverði, og fyrstu þrjú mörk Úkraínu komu frá vinstri væng gestanna.

Í einkunnargjöf Fótbolta.net eftir leik fékk Guðlaugur tvo í einkunn og í henni stóð: Guðlaugur fann sig engan veginn. Hraðinn farinn að minnka og var alls ekki traustur varnarlega. Úkraína var að nýta sér það mikið að sækja á hann í fyrri hálfleik. Ótrúlegt að hann hafi ekki verið tekinn út af en það gekk ekkert upp hjá honum.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson var spurður út í frammistöðu Guðlaugs Victors á blaðamannafundi eftir leik. 


Lestu um leikinn: Ísland 3 -  5 Úkraína

„Hann er búinn að standa sig mjög vel í þessum gluggum hjá mér. Hann var með tvö mörk og þá var hann besti leikmaður í heimi fyrir korteri síðan. Þetta er bara hluti af leiknum, hann er reynslumikill og ég á eftir að fara algjörlega í ræmur yfir hvað gerðist í þessum mörkum. Fyrsta markið var þannig að boltinn tapast og þá kemur skyndisókn í kjölfarið. Svo minnir mig að Mikki (Mikael Egill Ellertsson) hafi kiksað eitthvað í þriðja markinu.“

„Við vorum náttúrulega bara meirihlutann með boltann. Það fylgir því bara mikil ábyrgð að vera með boltann, og auðvitað er það sem Úkraína fær út úr því þegar við erum mikið með boltann, að þegar við missum hann þá kannski erum við viðkvæmir fyrir að Úkraína myndi fá færi. Hin leiðin er að spila allan leikinn eins og við spiluðum gegn Frökkum, að vera með línuna lága og vera 20% með boltann og þora ekki að gera nokkurn skapaðan hlut, sem við gerðum reyndar ekki á móti Frökkum allan leikinn.

Þið skiljið hvert ég er að fara. Þá er bara spurningin er að bæta það sem Gulli er að gera, eða bæta strúktúrinn og sjá til þess að við fækkum mistökunum. Ég er ekki barnalegur, ég geri mér grein fyrir því að við höfum ekki endalausan tíma. Ég get ekki talað hérna í fimm ár og sagt að við þurfum alltaf að bæta okkur. Ég neita að horfa þennan leik eins og eitthvað slæmt, mér fannst þetta bara mjög góður leikur á móti sterkri þjóð. Klaufagangur var að kosta okkur mikið,“ sagði Arnar að lokum.


Athugasemdir
banner
banner