Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
   sun 12. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ungur Bliki fór til Randers á reynslu
Mynd: Aðsend
Kristinn Narfi Björgvinsson fór á dögunum á vikulanga reynslu til Randers FC sem leikur í efstu deild í Danmörku.

Kristinn Narfi, fæddur 2008, er mikilvægur hlekkur í 2. flokki Breiðabliks og ber fyrirliðabandið.

Hann æfði með U19 liði Randers, gekkst undir ítarlegar skoðanir og próf og spilaði æfingaleik með liðinu.

Kristinn hefur æft með Breiðabliki upp alla yngra flokka félagsins sem hafsent, djúpur miðjumaður og hægri bakvörður.
Athugasemdir