Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
   sun 12. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rafinha: Messi æfði ekki aukaspyrnurnar
Rafinha og Thiago Alcantara, synir Mazinho sem lék 35 landsleiki fyrir Brasilíu á sínum tíma.
Rafinha og Thiago Alcantara, synir Mazinho sem lék 35 landsleiki fyrir Brasilíu á sínum tíma.
Mynd: Twitter
Messi skírði frumburðinn sinn Thiago.
Messi skírði frumburðinn sinn Thiago.
Mynd: Mundo Deportivo
Rafinha Alcantara, yngri bróðir Thiago, svaraði ýmsum spurningum í viðtali og ræddi meðal annars um Lionel Messi hjá Barcelona.

Rafinha var hjá Barcelona í tæpan áratug og skoraði 12 mörk í 90 leikjum fyrir félagið.

„Mér fannst skemmtilegra að horfa á Neymar heldur en Messi útaf því að hann var skemmtilegri, en Leo lagði upp og skoraði í hverjum einasta leik. Neymar var besti leikmaðurinn þegar Barcelona vann Meistaradeildina en það er erfitt að bera þá saman útaf því að Messi er besti fótboltamaður sögunnar," sagði Rafinha.

„Ég get samt sagt ykkur það að Neymar gerði ótrúlegustu hluti á æfingasvæðinu, hann er teknískasti leikmaður sem ég hef nokkurn tímann séð. Neymar gat gert hluti með boltann sem Messi gat ekki gert.

„Þegar Neymar mætti fimm varnarmönnum þá fór hann framhjá þeim, en maður vissi á sama tíma að þegar Messi skaut boltanum þá endaði hann í netinu. Þetta var eins og að horfa á fullorðna karlmenn æfa með börnum. Þeir voru ótrúlegir.

„En vitið þið hvað er það skrítnasta við Messi á æfingum? Á öllum þeim árum sem við vorum saman á æfingasvæðinu þá sá ég hann aldrei æfa aukaspyrnur. Ekki einu sinni. Það er gjörsamlega galið að hugsa út í það. Neymar æfði aukaspyrnur en ekki Messi."


Rafinha ræddi einnig um Luis Suárez og bróður sinn Thiago Alcantara.

„Suárez var frábær manneskja en inni á vellinum breyttist hann í villidýr. Utan vallar var hann gull af manni en inni á vellinum kallaði hann mig stanslaust 'skalla' útaf því að ég var ekki með mikinn hárvöxt. Hann varð bandvitlaus ef ég gaf ekki boltann á hann. Ég mátti líka gefa á Messi því þá endaði boltinn yfirleitt hjá Suárez á endanum.

„Bróðir minn var alltaf hæfileikaríkari en ég. Hann var bara 13 ára gamall þegar allir sem skiptu máli sögðu að hann yrði atvinnumaður í fótbolta. Maður gat bara séð það á því hvernig hann snerti boltann og hreyfði sig. Ég man þegar við mættumst í undanúrslitum Meistaradeildarinnar (Barcelona - Bayern 2014-15), það var erfiðast fyrir foreldra okkar."

Athugasemdir
banner
banner