Magnús Már Einarsson skrifar frá Brussel:

Íslenska landsliðið styttir stundirnar á hótelinu með því að spila golf en Þorgrímur Þráinsson sem situr í landsliðsnefnd mætti með búnað.
„Toggi Þráins, sá mikli meistari, kom með pútter og við höfum tekið allan ganginn undir golfkeppni. Það kemur engum á óvart að Jóhann Berg er langslakastur. Það er gaman að stytta sér stundirnar í þessu," sagði Alfreð Finnbogason í viðtali við Fótbolta.net í dag.
Alfreð segir að hann og Gylfi Þór Sigurðsson skari fram úr í golfinu.
En hvernig metur hann möguleikana gegn Tékklandi? „Þetta eru tvær góðar liðsheildir að mætast og þetta er leikur sem mun ekki ráðast á mörgum mörkum. Við erum á þeim stað að við viljum þrjú stig og það er stefnan á sunnudag."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpin hér að ofan.
Athugasemdir