Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Barcelona sagt greiða Eiði og öðrum laun til æviloka
Eiður í leik með Barcelona.
Eiður í leik með Barcelona.
Mynd: Getty Images
Juan Carlos Heredia, fyrrum leikmaður Barcelona, segir að allir leikmenn sem hafa orðið Evrópumeistarar með liðinu fái launagreiðslur til æviloka.

Heredia var í liðinu hjá Barcelona sem vann Evrópukeppni bikarhafa hjá Barcelona árið 1979.

Heredia segir að Joan Laporta, þáverandi forseti Barcelona, hafi ákveðið eftir sigur liðsins í Meistaradeildinni árið 2009 að allir leikmenn sem verða Evrópumeistarar með liðinu fái launagreiðslur til æviloka.

Ef orð Heredia eru rétt þá eru yfir 290 leikmenn að fá launagreiðslur hjá Barcelona.

Eiður Smári Guðjohnsen vann Meistaradeildina með Barcelona árið 2009 og samkvæmt orðum Heredia er hann einn af þeim leikmönnum sem eru þá að fá laun frá Börsungum til æviloka.
Athugasemdir
banner
banner
banner