Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 15:34
Magnús Már Einarsson
Wenger ráðinn til starfa hjá FIFA (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, hefur verið ráðinn til starfa hjá FIFA. Wenger verður yfirmaður í að þróa fótboltann á alþjóðlega vísu.

Wenger á að þróa fótboltann bæði í karla og kvennaflokki en hann tekur einnig sæti í ráðum á vegum FIFA.

Hinn sjötugi Wenger hætti hjá Arsenal í maí 2018 eftir 22 ár í starfi og hann hefur verið í fríi í fótbolta síðan þá.

Wenger hefur undanfarið verið orðaður við þjálfarstöðuna hjá Bayern Munchen en ráðning hans til FIFA þýðir að það er úr sögunni.

„Ég hlakka til að takast á við þessa gríðarlegu mikilvægu áskorun," sagði Wenger eftir undirskrift.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner