banner
   fös 13. nóvember 2020 22:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Onouha: Hatað Barton eftir að hann varð til þess að ég var tekinn af velli
Joey Barton
Joey Barton
Mynd: Getty Images
Nedum Onouha, fyrrum leikmaður Manchester City og QPR, hefur opnað sig um fyrrum liðsfélaga sinn, Joey Barton, sem nú stýrir Fleetwood Town.

Onouha segist að fólk skiptist í fylkingar þegar kemur að Barton. Annað hvort líkar þér vel við hann eða hatar hann.

„Ég er hluti af seinni flokknum," sagði Onouha í QPR hlaðvarpi. Onouha og Barton léku saman hjá Manchester City og QPR. Onouha segir að í leik sem Stuart Pearce stýrði hafi hatur sitt á Barton byrjað.

„Mér hefur aldrei líkað vel við Joey, frá því að við vorum saman í unglingaliðunum og þangað til í dag. Ég hef verið á móti leikmanninum, hann var góður í fótbolta."

„En hann var með sterkar skoðanir sem margir voru á móti í gegnum ferilinn. Ég missti svo alla virðingu fyrir honum sem persónu þegar hann varð til þess að ég var tekinn af velli í hálfleik."

„Það var á móti Aston Villa og hann átti martraðarleik. Ég sá hann oft fara til Pearce og þegar ég kom inn í klefa í hálfleik var mér skipt út af. En það var hann sem klúðraði víti og spilaði eins og hann hefði reimt skóreimarnar saman."

„Eftir helgina kom hann til að biðjast afsöknar og ég sagði þá að ég myndi frá þessu augnabliki vera drullu sama um hvað hann hefði að segja. Við værum í sama liði en aldrei neitt meira en það,"
sagði Onouha.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner