banner
   sun 13. nóvember 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Áttundi ríkasti maður heims hefur áhuga á að kaupa Liverpool
Mukesh Ambani
Mukesh Ambani
Mynd: Getty Images
John Henry, eigandi Fenway Sports Group
John Henry, eigandi Fenway Sports Group
Mynd: Getty Images
Indverski auðkýfingurinn Mukesh Ambani hefur áhuga á því að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool en þetta kemur fram í grein Mirror. Mukesh er áttundi ríkasti maður heims samkvæmt tímaritinu Forbes.

Liverpool er í eigu bandaríska fjárfestingahópsins Fenway Sports Group frá 2010.

Enskir miðlar hafa greint frá því síðustu daga að hópurinn hafi sett Liverpool á sölu en talsmaður FSG neitaði því að vísu og sagði að það væri einfaldlega verið að skoða mögulega um að fá fjárfestingu frá þriðja aðila.

Það eru háværar raddir um að FSG sé þó í raun reiðubúið til að selja félagið og eru margir sem hafa áhuga á að kaupa enska félagið en einn þeirra er Mukesh Ambani.

Hann er áttundi ríkasti maður heims og er metinn á 90 milljarða punda. Þá er hann annar ríkasti maður Indlands, en hann var einmitt einn af þeim sem var sagður hafa áhuga á að kaupa Liverpool fyrir tólf árum.

Mukesh neitaði þeim sögusögnum á sínum tíma en samkvæmt Mirrorer hann nú að skoða það að kaupa félagið.

Liverpool er metið á um 4 milljarða punda en fjárfestar frá Mið-Austurlöndunum og Bandaríkjunum hafa einnig áhuga á því að kaupa félagið.

Mukesh á Reliance Industries sem er ein stærsta samsteypa Indlands. Þá er hann mikill áhugamaður um krikket og er hann meðal annars eigandi Mumbai Indians, sem er sigursælasta lið Indlands.

Krikket er vinsælasta íþróttin í Indlandi en fótboltinn er hægt og bítandi að ná svipuðum vinsældum og hefur sala á treyjum aldrei verið jafn há og í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner