Portúgalski miðjumaðurinn Joao Palhinha var besti maður vallarins er Fulham tapaði fyrir Manchester United, 2-1, á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Palhinha átti góðan leik á miðsvæði Fulham en hann gat þó ekki komið í veg fyrir að liðið tapaði stigum. Palhinha fær 8 fyrir frammistöðuna og valinn bestur af Sky Sports.
Bernd Leno, samherji hans, fékk einnig 8.
Fimm leikmenn stóðu upp úr hjá United. David De Gea var frábær í markinu og fær 8 en fjórir aðrir fengu sömu einkunn. Christian Eriksen, Lisandro Martínez, Victor Lindelöf og Alejandro Garnacho voru allir í stuði.
Fulham: Leno (8), De Cordova-Reid (6), Diop (6), Ream (7), Robinson (7), Palhinha (8), Cairney (7), Pereira (6), Wilson (6), Willian (7), Vinicius (6).
Varamenn: James (8), Onomah (6).
Man Utd: De Gea (8), Malacia (6), Martinez (8), Lindelof (8), Shaw (7), Casemiro (7), Eriksen (8), Fernandes (7), Elanga (6), Rashford (6), Martial (6).
Varamenn: McTominay (6), Garnacho (8).
Athugasemdir