Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. nóvember 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Pope og Ramsdale haldið oftast hreinu - Ward fer sáttur á HM
Danny Ward
Danny Ward
Mynd: EPA
Ensku markverðirnir Aaron Ramsdale og Nick Pope hafa haldið oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili eða sjö sinnum en tölfræði velska landsliðsmarkvarðarins Danny Ward vekur athygli.

Ramsdale hefur verið frábær í rammanum hjá Arsenal á tímabilinu og haldið sjö sinnum hreinu hjá toppliðinu. Hann hélt hreinu í 2-0 sigri liðsins á Wolves í gær og er nú jafn Nick Pope sem hélt einnig hreinu í 1-0 sigri Newcastle á Chelsea.

Ederson hefur afrekað þetta sex sinnum á tímabilinu með Manchester City og eins og Ramsdale er hann með frábæra vörn fyrir framan sig.

Árangur Pope og Ward er hins vegar eftirtektarverður. Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur tekist að byggja magnað lið á stuttum tíma og hefur vörn liðsins aldrei verið jafn stabíl og hún er núna.

Ward, markvörður Leicester, hefur hins vegar tekist að gera ótrúlega hluti og haldið sex sinnum hreinu með liði sem hefur verið í miklu basli á tímabilinu.

Hann hefur varið 46 skot á tímabilinu og fer með bros á vör á HM en af þessum fjórum markvörðum hefur hann varið flest skot. Pope kemur næstur með 43 skot varin á meðan Ramsdale hefur varið 28 og Ederson aðeins 25 skot.
Athugasemdir
banner
banner