Andy Robertson, bakvörður Liverpool, lagði upp tvö mörk í gær þegar Liverpool lagði Southampton að velli með þremur mörkum gegn einu.
Fyrst átti hann aukaspyrnu beint á kollinn á Roberto Firmino sem skoraði og síðari átti hann fyrirgjöf á Darwin Nunez sem tæklaði knöttinn í netið.
Þessar tvær stoðsendingar hjá Robertson þýða það að hann er nú búinn að jafna met Leighton Baines, fyrrverandi leikmanns Everton, yfir flestar stoðsendingar frá varnarmanni í ensku úrvalsdeildinni.
Baines átti 53 stoðsendingar á sínum ferli og nú er Robertson kominn með sama fjölda og einungis tímaspursmál hvenær metið verður slegið af honum.
Robertson kom til Liverpool frá Hull City árið 2017.
Athugasemdir