Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. nóvember 2022 11:40
Aksentije Milisic
Styttist í endurkomu Wijnaldum
Mynd: EPA

Gini Wijnaldum, leikmaður AS Roma á Ítalíu, hefur verið meiddur frá því hann kom til liðsins í ágúst mánuði.


Hollendingurinn er með brot í beini á hægri sköflungi en hann kom inn á sem varamaður í fyrsta deildarleik Roma á tímabilinu áður en hann lenti í þessum leiðinlegu meiðslum.

Roma bindur vonir við það að Wijnaldum geti byrjað að æfa í næsta mánuði en Roma fer til Portúgals í æfingabúðir á meðan Heimsmeistaramótinu stendur yfir.

Þann 9. janúar mætir Roma aftur til leiks eftir pásuna og fær liðið AC Milan í heimsókn í stórleik. Það er raunhæfur möguleiki fyrir Wijnaldum að vera klár í slaginn þá.

Wijnaldum á 26 mörk í 86 landsleikjum fyrir Holland.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner