Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mið 13. nóvember 2024 12:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefði dregið tveggja vikna laun af Madueke
Noni Madueke.
Noni Madueke.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand myndi sekta Noni Madueke um tveggja vikna laun ef hann væri við stjórnvölinn hjá Chelsea.

Madueke brást illa við skiptingu þegar hann var tekinn af velli gegn Arsenal um síðustu helgi. Hann fór beint inn í klefa og var pirraður.

Ferdinand, sem vann mikinn fjölda titla með Manchester United á sínum ferli, segir þetta óboðlega hegðun og það verði að vera afleiðingar af henni.

„Hvar eru reyndu leikmennirnir hjá Chelsea sem segja honum að þetta sé ekki boðlegt?" sagði Ferdinand.

„Ég skil ekki af hverju stjórinn ætti að vernda hann. Ég myndi sekta hann um tveggja vikna laun."

Madueke hefur átt erfitt með að finna stöðugleika á þessu tímabili en hann var samt sem áður nýverið valinn í enska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner