Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mið 13. nóvember 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KA semur við unglingalandsliðsmann - Þreytti frumraun sína kornungur
Snorri Kristinsson.
Snorri Kristinsson.
Mynd: KA
Snorri Kristinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2027.

„Snorri er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi KA og verður gaman að fylgjast með framgöngu hans næstu árin," segir í tilkynningu frá Akureyrarfélaginu.

Snorri, sem er fæddur 2009, leikur bæði á miðjunni og sem bakvörður en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið þrjá leiki með meistaraflokki KA.

Hann hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína og hefur átt fast sæti í U15 ára landsliði Íslands þar sem hann hefur tekið þátt í þremur landsleikjum.

„Snorri er ósérhlífinn, duglegur og áræðinn leikmaður sem gefur alltaf allt í sinn leik," segja KA-menn.

Þrátt fyrir að vera á yngra ári í 3. flokki í sumar átti hann marga mjög góða leiki með Íslandsmeisturum 2. flokks. Á lokahófi þeirra var hann valinn efnilegasti leikmaður flokksins. Þar áður varð hann Íslandsmeistari sem og bikarmeistari með 3. flokki sumarið 2023.
Athugasemdir
banner
banner