Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fös 14. júní 2024 18:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fæddur árið 2009 og lék sinn fyrsta leik í gær - „Það sem KA vill standa fyrir"
Mynd: KA
Snorri Kristinsson, strákur sem fæddur er árið 2009, lék í gær sinn fyrsta meistaraflokksleik með KA þegar hann kom inn á í uppbótartíma gegn Fram í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Snorri er á yngra ári í 3. flokki og á að baki þrjá leiki fyrir U15 landsliðið.

Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Fram

Hann kom inn á ásamt Mikael Breka Þórðarsyni sem fæddur er árið 2007. Þeir komu inn á rétt eftir að Hallgrímur Mar Steingrímsson innsiglaði sigur KA með þriðja marki liðsins. Fyrr í leiknum kom Valdimar Logi Sævarsson inn á. Valdimar er fæddur árið 2006.

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var spurður út í skiptinguna í lokin í viðtali við RÚV.

„Markið gaf okkur andrými og við gátum sett unga leikmenn inn á sem er eitthvað sem við í KA viljum standa fyrir. Það kemur strákur fæddur 2009 inn á."

„Það er gaman (að setja svona unga leikmenn inn á). Það er það sem KA vill standa fyrir, þegar það er möguleiki á að spila á okkar ungu strákum þá gerum við það, þeim sem eru að standa sig vel. Það var hægt í dag sem er frábært,"
sagði Haddi.

Innkoma Snorra í gær gerir hann að einum yngsta leikmanni í sögu KA. Hann er einungis fjórum dögum eldri en Mikael Breki var þegar hann kom við sögu í sínum fyrsta leik sem var í bikarnum gegn Reyni Sandgerði fyrir tveimur árum.
Haddi er mikill Framari - „Ætlum okkur alla leið"
Athugasemdir
banner
banner
banner