Ísland er með tveggja marka forystu gegn Aserbaísjan í hálfleik og er á góðri leið með að tryggja sér úrslitaleik gegn Úkraínu, um helgina, um sæti í umspili fyrir HM.
Lárus Orri Sigurðsson og Kári Árnason, sérfræðingar á Sýn Sport voru ánægðir með mörkin. Albert Guðmundsson kom Íslandi yfir eftir frábæra stungusendingu frá Ísak Bergmann.
„Vel gert hjá honum að sjá þetta og vel gert hjá Alberti líka að lauma sér á milli þeirra og klárar þetta flott," sagði Lárus Orri.
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp seinna markið á Sverri Inga Ingason. Þetta er 100. landsleikur Jóa Berg og talað var um rómantíkusinn Arnar Gunnlaugson fyrir leik sem skilaði sér svo sannarlega.
„Það gleymdist að tala um það að fyrirgjafirnar hjá honum eru æðislegar. Hann er búinn að eiga þrjú horn og við ættum að vera búnir að skora úr einni til tveimur. Hann kemur boltanum inn í svæðið sem hann vill. Hann teiknar hann á pönnuna á honum," sagði Kári.
Athugasemdir


