Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. desember 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn voru ósáttir við það þegar Reyna kom inn á völlinn
Giovanni Reyna.
Giovanni Reyna.
Mynd: Getty Images
Bandaríski landsliðsmaðurinn Giovanni Reyna hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga.

Það vakti athygli að Reyna fékk ekki mörg tækifærin á HM þrátt fyrir að vera einhver helsta vonarstjarna bandaríska liðsins. Svo kom í ljós - eftir að mótinu lauk hjá Bandaríkjunum - að þjálfarar og leikmenn hefðu verið ósáttir við Reyna og hans vinnuframlag.

Gregg Berhalter, þjálfari liðsins, sagði frá því í gær að hann hafi verið nálægt því að senda einn leikmann heim af HM vegna viðhorfsvandamála en bandarískir miðlar hafa greint frá því að umræddur leikmaður sé Reyna.

Reyna spilaði alls 50 mínútur á HM en fyrrum bandaríski landsliðsmaðurinn, Jimmy Conrad, segist hafa heyrt til þess að leikmenn liðsins hafi verið ósáttir við það.

„Ég heyrði að leikmennirnir væru ósáttir að hann hefði spilað sjö mínútur gegn Englandi, að hann hefði komist inn á völlinn. Þeim fannst Gregg vera mjúkur," sagði Conrad í hlaðvarpinu In Soccer We Trust.

Reyna er tvítugur leikmaður Borussia Dortmund. Hann er ekki að koma vel út eftir þetta mót.
Athugasemdir
banner
banner