Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. desember 2022 19:18
Brynjar Ingi Erluson
Neuer hlustaði ekki á ítrekaðar aðvaranir - „Mikil blóðtaka fyrir félagið"
Manuel Neuer
Manuel Neuer
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýski landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer mun ekki spila meira á þessu tímabili eftir að hann meiddist á skíðum eftir HM í Katar en Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München, segir þetta hafa mikil áhrif á félagið.

Þýskaland komst ekki upp úr riðlinum á HM og fóru leikmenn í frí strax eftir mótið.

Neuer, sem er mikill áhugamaður um skíði, skellti sér í fjöllin, en meiddist illa og var fluttur með þyrlu á spítala. Hann verður ekki meira með á þessu tímabili og þarf Bayern München nú að finna mann í hans stað.

„Manuel ákvað að taka sér smá frí eftir mótið. Hann þurfti hvíld eftir allt þetta stress. Neuer er mikill áhugamaður um skíði og skellti sér því í brekkuna. Ég veit að hann margar aðvaranir um að það væri lítið af snjó, mikið af grjóti og það væri hættulegt að skella sér í brekkuna, en Neuer hlustar ekki á neinn,“ sagði Kahn.

„Niðurstaðan var sú að sjúkraliðar þurfti að koma honum til hjálpar í fjallinu og flytja hann með þyrlu á spítala þar sem hann gekkst undir aðgerð. Við misstum markvörðinn okkar og hann verður frá út tímabilið. Þetta er skelfilegt því hann er einn sá besti í heiminum. Við höfum trú á því að endurhæfingin eigi eftir að ganga vel, en núna þurfum við að leysa þetta vandamál og finna mann í hans stað. Þetta er bara tímabundið og Manuel mun snúa aftur,“ sagði Kahn í lokin.
Athugasemdir
banner