Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 13. desember 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fá leyfi til að eignast Everton
Fyrir utan Goodison Park, heimavöll Everton.
Fyrir utan Goodison Park, heimavöll Everton.
Mynd: Getty Images
The Friedkin Group hefur fengið leyfi frá ensku úrvalsdeildinni til að eignast Everton.

Þessi stóri fjárfestingahópur er að ganga frá kaupum á 94,1 prósent hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu.

Búist er við því að gengið verði formlega frá kaupunum í næstu viku.

Stjórnarformaðurinn Dan Friedkin á fyrir ítalska félagið Roma en hann er milljarðarmæringur frá Bandaríkjunum.

Everton mun þá mögulega geta eytt ágætis fjárhæðum í leikmenn í janúar til þess að auka möguleikana á að halda sætinu í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner