Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 13. desember 2024 13:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍBV kaupir Bjarka Björn (Staðfest)
Getur spilað í vinstri bakverði, á miðjunni og á kantinum.
Getur spilað í vinstri bakverði, á miðjunni og á kantinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV og Víkingur greindu í dag frá því að Bjarki Björn Gunnarsson væri alfarið genginn í raðir ÍBV frá Víkingi en Bjarki lék á láni í Vestmannaeyjum í sumar sem og tímabilið 2023. Hann skrifar undir þriggja ára samning við ÍBV.

„Hann lék 14 leiki fyrir ÍBV í deildinni á árinu og skoraði í þeim 5 mörk en tvö þeirra voru meðal fallegustu marka deildarinnar," segir í tilkynningu ÍBV. ÍBV vann Lengjudeildina í sumar og verður því í Bestu deildinni á komandi tímabili.

Bjarki er uppalinn hjá Víkingi og lék fjóra meistaraflokksleiki fyrir félagið. Hann hefur undanfarin fimm tímabil verið á láni frá félaginu, fyrst hjá Haukum, svo Þrótti Vogum, næst Kórdrengjum og loks hjá ÍBV í tvö tímabil.

„Bjarki er ekki bara frábær leikmaður heldur einnig frábær liðsfélagi og hefur hann á tíma sínum hjá félaginu verið góður liðsstyrkur innan sem utan vallar. Það eru frábærar fréttir að Bjarki velji að taka sín næstu skref á knattspyrnuferlinum hjá ÍBV og skrifaði hann undir þriggja ára samning á dögunum. Knattspyrnuráð hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Bjarka og býður hann velkominn til ÍBV á ný," segir í tilkynningu ÍBV.

Bjarki Björn er 24 ára og getur leyst margar stöður á vellinum. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við Víking og því þurftu félögin að semja sín á milli.

„Bjarki er uppalinn Víkingur og frábær fótboltamaður, gott auga fyrir spili og getur leyst margar stöður. Hann hefur frábæra vinstri löpp og er gríðarlega fastur fyrir. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu ár en við erum virkilega spennt að fylgjast með honum og efumst ekki um að hann slái í gegn hjá ÍBV," segir Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, um Bjarka.

„Knattspyrnudeild Víkings þakkar Bjarka fyrir framlag sitt til félagsins og um leið óskum við honum góðs gengis í búningi ÍBV," segir í tilkynningu Víkings.
Athugasemdir
banner
banner
banner