Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. janúar 2020 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Anton verður aðalmarkvörður Blika - Breytt hlutverk Gunnleifs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson hefur verið aðalmarkvörður Breiðabliks síðustu sjö ár og hefur nú ákveðið að breyta um hlutverk hjá félaginu, enda verður hann 45 ára gamall í júlí.

Gunnleifur er orðinn partur af þjálfarateymi Blika og mun einnig halda áfram sem varamarkvörður og partur af leikmannahópnum.

Anton Ari Einarsson, sem var fenginn frá Val síðasta haust, verður því aðalmarkvörður Blika. Anton Ari var aðalmarkvörður Vals sem vann Pepsi-deildina með miklum yfirburðum sumarið 2017.

„Ég mun áfram verða leikmaður liðsins svona hálfgerður player/coach," skrifar Gulli í færslu á Facebook.

„Ég ætla að styðja við Anton sem markmann og hjálpa honum að bæta sig, ásamt því að gefa af mér til leikmannahópsins.

„Loksins á 45 aldursári er ég tilbúinn að taka næsta skref á ferlinum og get varla beðið.

„Auðmjúkur Gulli Gull"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner