Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 14. janúar 2022 10:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mjög stoltur af ráðningu á þessum mikla sérfræðingi"
Icelandair
Grétar Rafn Steinsson
Grétar Rafn Steinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson ræddi um Grétar Rafn Steinsson og ráðningu KSÍ á honum eftir leik Íslands gegn Úganda á miðvikudag.

Arnar var spurður út í Kára Árnason og hans fundi með sér og Guðna Bergssyni. Kári hefur tjáð sig um það mál og má lesa meira um það hér.

Grétar Rafn hefur verið ráðinn til KSÍ sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs. Ráðningin er tímabundin til sex mánaða og hefur Grétar Rafn strax störf. Grétar starfaði áður hjá Everton en var látinn fara frá félaginu fyrir um mánuði síðan.

Um Kára:
„Ég átti fund með Kára og svo átti Kári fund með Guðna. Ég get ekki sagt að KSÍ hafi hafnað Kára. Ég átti að mínu mati mjög góðan fund með Kára, ég hef sagt það oft áður að virðing mín til Kára er mjög mikil. Ef leikmenn eru spurðir út í það í þessum hóp, þá er mjög oft minnst á leikmanninn Kára Árnason og hvað hann gerði mikið fyrir Ísland. Ég get ekki svarað fyrir Kára hvernig hans tilfinning var af þessum fundi en mér fannst þetta vera mjög góður fundur. Ég hef útskýrt það áður að ég er ekki í því að ráða inn starfsfólk hjá KSÍ," sagði Arnar um Kára og fundinn sem hann átti með honum.

Um Grétar Rafn:
„Við vorum að taka frábært skref á þriðjudag, eitthvað sem ég er búinn að tala um í nokkra mánuði. Við erum með stórt verkefni fyrir íslenska knattspyrnu, allt sem kemur að skimun og greiningarvinnu. Að ráða inn Grétar Rafn er risastórt. Ég er rosalega ánægður með að KSÍ hafi tekið þetta skref, Grétar er sá íslenski aðili sem hefur farið alla leið í þessari vinnu."

„Hann var í stóru starfi (technical director) hjá Everton, það er rosalega erfitt að útskýra fyrir fólki hversu stórt það er fyrir okkur. Ég hef átt ansi mörg samtöl við Grétar undanfarnar sex vikur, þau hafa gert mér grein fyrir því hversu mikil þekking hans er á þessum málum.“

„Við höfum tekið mörg flott skref undanfarin ár en eigum eftir að taka nokkur stór skref. Þegar ég fer að tengja saman það sem ég hef sagt undanfarna mánuði, t.d. hvað greiningarvinnu varðar, hversu stór glugginn í júní er og hversu stórt verkefnið hjá A-kvenna er í júlí. Það er sem Grétar kemur inn með ótrúlega þekkingu, hann veit nákvæmlega hvað við getum gert. Við þurfum ekki að læra að hlaupa strax, við erum byrjuð að skríða í þessum málum og ætlum að taka næstu skref og læra að labba. Ég er mjög stoltur af KSÍ að hafa klárað þessa ráðningu á þessum mikla sérfræðingi,"
sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner