Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 14. janúar 2022 10:29
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða KSÍ 
Nýr Íslandsmeistari í Futsal krýndur um helgina
Futsal leikur í Laugardalshöll.
Futsal leikur í Laugardalshöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitakeppni Íslandsmótsins innanhúss í meistaraflokki karla, Futsal, heldur áfram um helgina og verður leikið til úrslita á sunnudag.

Ísbjörninn hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitaleiknum eftir 7-5 sigur gegn Kríu síðustu helgi. Á laugardag fer svo seinni undanúrslitaleikurinn fram þegar Augnablik og Vængir Júpíters mætast í Kórnum íþróttahúsi kl. 17:30.

Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag í Kórnum íþróttahúsi og hefst hann kl. 18:00. Bein útsending verður frá leiknum á Stöð 2 Sport.

Íslandsmótið innanhúss fór ekki fram á síðasta ári í ljósi stöðunnar vegna Covid, en Víkingur Ólafsvík er handhafi Íslandsmeistaratitilsins eftir að hafa unnið Ísbjörninn í úrslitaleik árið 2020.

Það er því ljóst að nýr Íslandsmeistari verður krýndur á sunnudag.
Athugasemdir
banner