Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 14. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Staðfestir að Lucas Moura fær ekki nýjan samning
Mynd: Getty Images

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, staðfesti í viðtali í gær að brasilíski kantmaðurinn Lucas Moura muni yfirgefa félagið á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út næsta sumar.


Lucas er 30 ára gamall og hefur verið orðaður við endurkomu til Sao Paulo í heimalandinu, sem var eitt af uppeldisfélögum hans og félagið sem hann steig sín fyrstu skref hjá með meistaraflokki.

Lucas var keyptur til PSG sumarið 2012 eftir að franska félagið vann kapphlaup við Manchester United og Inter til að festa kaup á þessum þáverandi landsliðsmanni Brasilíu. PSG borgaði um 45 milljónir evra fyrir Lucas og varð hann um leið dýrasti leikmaður í sögu félagsins - met sem átti ekki eftir að standa lengi.

Tottenham keypti Lucas svo frá PSG í janúar 2018 fyrir um 25 milljónir punda og skoraði framherjinn 15 mörk í 49 leikjum á sínu fyrsta tímabili en hefur síðan þá ekki tekist að skora meira en 9 mörk á tímabili. Á yfirstandandi leiktíð hefur honum ekki enn tekist að skora í ellefu leikjum.

„Þetta er ákvörðun sem félagið er búið að taka. Samningurinn hans verður ekki framlengdur. Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir Lucas. Hann var mikilvægur partur af byrjunarliðsáformum mínum fyrir tímabilið en núna er staðan önnur," sagði Conte.

Lucas skoraði 4 mörk í 35 landsleikjum með Brasilíu og vann Álfukeppnina 2013 með liðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner