Sádi-arabíska stórveldið Al-Nassr hefur opnað samningsviðræður við portúgölsku stórstjörnuna Cristiano Ronaldo.
Ronaldo rennur út á samningi hjá Al-Nassr í sumar en hann á fertugsafmæli í byrjun febrúar.
Talið er að Ronaldo sé að fá ótrúlega há laun hjá Al-Nassr, eða rúmlega 3 milljónir punda á viku. Hann gekk til liðs við Al-Nassr á frjálsri sölu eftir að hafa fengið að rifta samningi sínum við Man Utd í desember 2022.
Markmiðið hjá Ronaldo er að komast með Portúgal á HM 2026 í Norður-Ameríku en samkvæmt vefsíðu transfermarkt er hann búinn að skora 75 mörk og gefa 18 stoðsendingar í 84 keppnisleikjum með Al-Nassr.
Honum hefur þó ekki tekist að vinna sádi-arabísku deildina, en Al-Nassr er í þriðja sæti sem stendur - níu stigum eftir toppliði Al-Hilal.
Athugasemdir