Sheffield United leiðir kappið um Ben Brereton Díaz en hann er eftirsóttur af ýmsum félögum úr Championship deildinni.
Brereton Díaz hefur ekki staðist væntingar hjá Southampton og er spenntur fyrir að snúa aftur til Sheffield þar sem hann gerði flotta hluti á láni í fyrra.
Hann var lánaður til Sheffield sem var í harðri fallbaráttu og skoraði 6 mörk í 14 úrvalsdeildarleikjum en tókst þó ekki að bjarga liðinu frá falli.
Hann var í kjölfarið keyptur til Southampton sem vill nú koma honum af launaskrá er liðið undirbýr sig fyrir fall í Championship deildina eftir tímabilið.
Sheffield er í harðri toppbaráttu í Championship deildinni ásamt Leeds United, Burnley og Sunderland.
Sunderland hefur einnig áhuga á Brereton Díaz ásamt Blackburn Rovers, sem Brereton Díaz gerði garðinn frægan með. Hann skoraði 36 mörk á síðustu tveimur deildartímabilunum sínum hjá Blackburn áður en hann skipti til Villarreal á frjálsri sölu sumarið 2023.
Talið er að Díaz hafi einungis áhuga á að skipta til Sheffield, annars er hann reiðubúinn til að vera áfram hjá Southampton og berjast fyrir sæti í byrjunarliðinu.
Sky greinir frá því að Brereton Díaz er að eignast barn með maka sínum og vill einungis fara á stað þar sem fjölskyldunni hans getur liðið vel. Þar stendur valið á milli Sheffield og Southampton, en Sunderland og Blackburn koma ekki til greina.
Athugasemdir