„Ég er ekki góður í að spá í leiki, en Strasbourg þarf að vinna til að fá aftur sjálfstraust eftir slæm úrslit í deildinni. Ég held að Strasbourg vinni, en þú getur valið lokatölur fyrir mig," segir Dorian Faucherand, blaðamaður hjá franska miðlinum Direct Racing, við Fótbolta.net.
Breiðablik mætir Strasbourg í lokaumferð Sambandsdeildarinnar í kvöld og líkurnar á sigri Breiðabliks eru ekki miklar. Blikar þurfa að vinna til að eiga möguleika á umspilssæti en Strasbourg er á toppi deildarinnar og er öruggt með sæti í 16-liða úrslitunum. Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma.
Breiðablik mætir Strasbourg í lokaumferð Sambandsdeildarinnar í kvöld og líkurnar á sigri Breiðabliks eru ekki miklar. Blikar þurfa að vinna til að eiga möguleika á umspilssæti en Strasbourg er á toppi deildarinnar og er öruggt með sæti í 16-liða úrslitunum. Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma.
Yrði mikið sjokk ef Strasbourg vinnur ekki?
„Mikið sjokk? Nei. En það yrðu mikil vonbrigði því Strasbourg vill enda í efsta sæti. Fyrsta markmiðið var að enda í topp átta. Ef Strasbourg tapar í kvöld þá mun þjálfarinn setja það í samhengi og segja að mikilvægasti hluti tímabilsins verði eftir áramót."
Býstu við öflugu Strasbourg liði í kvöld?
„Ekkert endilega. Liðið er án sigurs í fjórum leikjum í Ligue 1, þó að liðið hafi verið betra liðið í þeim leikjum. Strasbourg vill vera í topp sex í frönsku deildinni og á þessum timapunkti eru liðin efst að slíta sig frá."
„Ég býst við því að það verði einhverjar breytingar á liðinu. Þjálfarinn Liam Rosenior sagði á fréttamannafundinum að hann vissi ekki hvernig byrjunarliðið yrði, en hann er bara að segja það. Það verða einhverjir sem spila minna en venjulega. Frá mér séð mun liðið líta svipað út og á móti Aberdeen, Häcken og Bratislava."
Er nauðsynlegt að vinna til enda í toppsætinu í Sambandsdeildinni?
„Nei, þú þarft bara að fá betri úrslit en liðin tvö fyrir neðan þig í töflunni. En ef þú vilt ekki þurfa að horfa á aðra, þá þarftu að vinna. Efstu tvö liðin í Sambandsdeildinni fá heimaleikina í seinni leik út útsláttarkeppnina sem er mikilvægt."
Hvað veistu um Breiðablik?
„Áður en ég fór að skoða þetta nánar vissi ég bara að það væri eitt af bestu liðunum á Íslandi. En eftir að ljóst varð að Strasbourg myndi mæta þeim þá hef ég skoðað hvernig leikirnir hafa farið, skoðað liðið, söguna og gengið. Ég elska þessa keppni því maður fær að kynnast fleiri félögum, borgum og leikmönnum," segir Faucherand.
Athugasemdir


