Ítalska félagið Lazio hefur rekið fuglatemjarann Juan Bernabe sem hefur séð um lukkudýr félagsins, örn sem nefnist Olimpia, síðan 2010.
Olimpia er gríðarlega vinsæll örn og svífur um Ólympíuleikvanginn í Róm fyrir heimaleiki Lazio. Örn er í merki félagsins.
Olimpia er gríðarlega vinsæll örn og svífur um Ólympíuleikvanginn í Róm fyrir heimaleiki Lazio. Örn er í merki félagsins.
Ástæðan fyrir því að Bernabe var rekinn er sú að hann birti myndbönd og myndir á samfélagsmiðlum af getnaðarlim sínum eftir að hann hafði gengist undir aðgerð.
Lazio segir að félaginu sé brugðið eftir myndbirtingarnar. Félagið skilji að það sé missir að vera ekki með örninn á næstu leikjum en það hafi ekki verið hægt að tengja merki félagsins við einstakling eins og Bernabe.
Bernabe segist hafa alist upp í mjög frjálslyndri fjölskyldu þar sem nekt er ekki talin óeðlileg. Hann hafi viljað skapa umræðu um aðgerðina sem hann gekkst undir.
Árið 2021 var Bernabe settur í bann fyrir að senda fasistakveðju í leik gegn Inter. Hann viðurkenndi að vera mikill aðdáandi Benito Mussolini og sagði hann hafa gert frábæra hluti fyrir Íítölsku þjóðina.
Athugasemdir