Nökkvi Þeyr Þórisson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að yfirgefa St. Louis í Bandaríkjunum. Er hann á leið í hollensku úrvalsdeildina.
Nökkvi Þeyr er 23 ára gamall kantmaður sem hefur leikið með St. Louis frá sumrinu 2023.
Nökkvi Þeyr er 23 ára gamall kantmaður sem hefur leikið með St. Louis frá sumrinu 2023.
Þar áður lék hann með Beerschot í Belgíu, KA á Akureyri og Dalvík/Reyni.
Hann átti magnað tímabil með KA sumarið 2022 er hann skoraði 17 mörk í 20 leikjum í Bestu deildinni.
Nökkvi Þeyr hefur spilað 44 leiki fyrir St. Louis og skorað í þeim fimm mörk.
Athugasemdir