Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. febrúar 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland leikmaður mánaðarins í Þýskalandi
Mynd: Getty Images
Norska ungstirnið Erling Braut Haaland hefur heldur betur átt góða innkomu í þýska boltann eftir að hafa verið keyptur til Borussia Dortmund í janúar.

Norðmaðurinn öflugi var valinn besti leikmaður mánaðarins í janúar þar sem hann gerði fimm mörk á rúmlega 50 mínútum. Í heildina er hann kominn með átta mörk á tæpum 300 mínútum hjá sínu nýja félagi.

Þessi markaskorun er í takt við gengi Haaland hjá RB Salzburg í austurríska boltanum. Þar raðaði hann inn mörkunum og skoraði meðal annars átta sinnum í sex leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Haaland er einnig kominn með eina stoðsendingu í þýsku deildinni en hann kostaði ekki nema 20 milljónir evra. Markaðsvirði hans er nú talið vera 60 milljónir evra af transfermarkt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner