Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. febrúar 2021 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Diagne og Neto bestir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mbaye Diagne var besti leikmaður vallarins er West Bromwich Albion náði jafntefli gegn sterku liði Manchester United.

Diagne gerði fyrsta mark leiksins og komst nokkrum sinnum nálægt því að bæta öðru við og fær 8 í einkunn frá Sky Sports.

Það var enginn annar sem þótti skara framúr í gæðum eða sem var áberandi lélegur.

Harry Maguire hefði líklega náð 8 í einkunn hefði honum tekist að gera sigurmark undir lokin, en skalli hans fór í stöngina.

West Brom: Johnstone (7), Peltier (7), Ajayi (7), Bartley (7), Townsend (7), Yokuslu (7), Snodgrass (7), Maitland-Niles (7), Gallagher (7), Pereira (6), Diagne (8).
Varamenn: Furlong (7), Livermore (5)

Man Utd: De Gea (7), Wan-Bissaka (6), Lindelof (6), Maguire (7), Shaw (7), McTominay (7), Fred (6), Fernandes (7), Rashford (7), Martial (6), Cavani (7).
Varamenn: Greenwood (6), Van de Beek (6).



Pedro Neto var þá bestur er Wolves lagði Southampton að velli í fyrri leik dagsins.

Southampton átti góðan fyrri hálfleik og leiddi í leikhlé en umdeild vítaspyrna í upphafi síðari hálfleiks breytti gangi mála.

Úlfarnir tóku stjórn á vellinum eftir leikhlé og stóðu uppi sem sigurvegarar þökk sé frábæru sigurmarki Neto, sem var sá eini til að fá 8 í einkunn.

Willian Jose, nýr framherji Wolves, þótti lélegasti leikmaður vallarins.

Southampton: McCarthy (6), Walker-Peters (6), Bednarek (6), Vestergaard (7), Bertrand (6), Armstrong (7), Ward-Prowse (6), Romeu (6), Minamino (6), Redmond (6), Ings (7).
Varamenn: Adams (5), Djenepo (6), Salisu (6).

Wolves: Rui Patricio (7), Dendoncker (6), Coady (6), Saiss (6), Nelson Semedo (6), Neves (7), Joao Moutinho (6), Jonny (6), Traore (7), Willian Jose (5), Pedro Neto (8).
Varamaður: Marcal (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner