Ryan Sessegnon, leikmaður Tottenham, er opinn fyrir því að spila lengur á láni frá félaginu en bara á þessu tímabili.
Sessegnon er 20 ára gamall væng og bakvörður en hann var lánaður til Hoffenheim í Þýskalandi í október i fyrra.
Sessegnon fékk lítið að spila undir stjórn Jose Mourinho og ákvað því að leita að tækifærum annars staðar.
„Ef ég fæ ekki leiki með aðalliðinu á næstu leiktíð eða í frmatíðinni þá vil ég auðvitað fara aftur í deild eða til férlags þar sem ég get öðlast reynslu. Þegar tíminn kemur þá get ég snúið aftur og svo sjáum við til," sagði Sessegnon.
„Auðvitað myndi ég hvetja alla unga leikmenn til að prófa nýja menningu, nýja deild og annað tungumál og að óttast ekki. Þetta er frábært tækifæri. Þú kemur til baka sem betri leikmaður og önnur manneskja."
Athugasemdir