Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   fös 14. febrúar 2025 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
„Á alla möguleika að verða okkar besti hafsent"
Í leiknum í gær.
Í leiknum í gær.
Mynd: Víkingur
Mynd: EPA
Sveinn Gísli Þorkelsson, sem spilaði 10 leiki með Víkingi R. í Bestu deildinni í fyrra, var í byrjunarliðinu gegn Panathinaikos í gær.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

Víkingur vann óvæntan 2-1 sigur og átti Sveinn Gísli, sem er fæddur 2003, mjög góðan leik í hjarta varnarinnar.

Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings var mjög ánægður með frammistöðu Sveins og segir að hann geti orðið besti hafsent liðsins í framtíðinni.

„Sveinn Gísli átti frábæran leik. Hann er ungur leikmaður sem spilaði ekki mikið í fyrra og er að fá stærra hlutverk í ár. Við viljum gefa honum þennan séns til að hjálpa hans þróun því hann á alla möguleika að verða okkar besti hafsent. Ég segi það hér og nú," sagði Sölvi í viðtali að leikslokum.

„Hann sýndi það í dag að hann er með skrokkinn, kraftinn og tæknina sem þarf. Þetta er svipað dæmi og þegar Logi (Tómasson) fékk sénsinn á móti Lech Poznan.

„Ég sagði við Svein Gísla fyrir leik að sama hvað gerist í þessum leik þá er þetta bara win-win situation. Ef þú skítur upp á bak og gerir stór mistök þá lærir þú mest af því. Ef þú átt frábæran leik þá vex þú og vex sjálfstraustið. Þú hefur í raun engu að tapa í þessum leik. Hann á allt hrós skilið fyrir sína frammistöðu."

Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Athugasemdir
banner
banner