Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Katrín Rut í Gróttu (Staðfest)
Mynd: Grótta
Katrín Rut Kvaran er gengin til liðs við Gróttu frá Aftureldingu og skrifar undir tveggja ára samning.

Katrín Rut er 22 ára og er uppalin í Val þar sem hún spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik í efstu deild árið 2018. Hún lék með Þrótti ári síðar og var hjá Aftureldingu frá 2020.

Hún hefur þegar reimað á sig skóna með Gróttu en hún lék síðasta stundafjórðunginn með liðinu í 2-1 tapi gegn Haukum í Lengjubikarnum í gær.

Hún mun koma til með að hjálpa liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar en liðið var hársbreidd frá því að komast upp í fyrra en það munaði aðeins um markatöluna.
Athugasemdir
banner
banner
banner