Jordan Henderson er óvænt kominn aftur í enska landsliðið en Thomas Tuchel, nýr landsliðsþjálfari Englands, valdi þennan 34 ára miðjumann í sinn fyrsta hóp. Framundan eru leikir gegn Albaníu og Lettlandi í undankeppni HM.
„Ég skil ekkert í því að Jordan Henderson sé valinn," segir Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlands.
„Mér finnst engin þörf á því að hafa hann í þessum hópi. England er með aðra valmöguleika; Adam Wharton og Morgan Gibbs White eru aðeins öðrvísi kostir, Kobbie Mainoo er orðinn heill, ég get líka nefnt Angel Gomes. Þetta er furðulegt val."
„Þegar í leikina er komið verða Declan Rice og Jude Bellingham á miðjunni. Það er ekki pláss fyrir Henderson í liðinu og að mínu mati á ekki að vera pláss fyrir hann á bekkum heldur þegar horft er á gæði annarra leikmanna sem komu til greina."
„Ég skil ekkert í því að Jordan Henderson sé valinn," segir Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Bretlands.
„Mér finnst engin þörf á því að hafa hann í þessum hópi. England er með aðra valmöguleika; Adam Wharton og Morgan Gibbs White eru aðeins öðrvísi kostir, Kobbie Mainoo er orðinn heill, ég get líka nefnt Angel Gomes. Þetta er furðulegt val."
„Þegar í leikina er komið verða Declan Rice og Jude Bellingham á miðjunni. Það er ekki pláss fyrir Henderson í liðinu og að mínu mati á ekki að vera pláss fyrir hann á bekkum heldur þegar horft er á gæði annarra leikmanna sem komu til greina."
Það er rúmt ár síðan Henderson, sem nú leikur fyrir Ajax, var síðast valinn í landsliðið. Tuchel sagði á fréttamannafundi í dag að Henderson ætti möguleika á að fara með Englandi á HM á næsta ári.
„Allir sem eru í þessum hóp eiga möguleika á að vera í HM hópnum á næsta ári. Jordan er raðsigurvegari, hann er fyrirliði Ajax og á 80 landsleiki. Hann kemur með leiðtogahæfileika, karakter, persónuleika og orku. Við reynum að setja saman lið sem stuðningsmenn geta verið stoltir af og tengt við. Jordan endurspeglar allt sem við viljum sjá frá þessu liði," sagði Tuchel á fréttamannafundi í dag.
Athugasemdir