Lið Real Madrid hefur oft á tíðum verið fullt af stjörnum en nú er öldin eilítið önnur. Nú er enginn Zinedine Zidane, Cristiano Ronaldo, Luis Figo eða David Beckham í liðinu.
Stórstjörnurnar Eden Hazard og Gareth Bale eru ekki til taks í kvöld þegar liðið mætir Liverpool í kvöld. Real leiðir 3-1 í einvígi liðanna en leikurinn í kvöld fer fram á Anfield. Spilað er um sæti í undanúrslitum keppninnar.
Stórstjörnurnar Eden Hazard og Gareth Bale eru ekki til taks í kvöld þegar liðið mætir Liverpool í kvöld. Real leiðir 3-1 í einvígi liðanna en leikurinn í kvöld fer fram á Anfield. Spilað er um sæti í undanúrslitum keppninnar.
Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var álitsgjafi á BBC í gær. Hann sagðist sjaldan ef einhvern tímann hafa séð jafn lélegt lið hjá Real á pappírunum.
„Á pappírinum er þetta eitt versta Real Madrid lið á minni lífstíð þegar horft er í hversu ógnandi nöfnin hljóma í höfði þér," sagði Green í gær.
„En þeir eru með þjálfara í Zinedine Zidane sem nær að gera hlutina rétt í Meistaradeildinni."
„Liðið hefur komist í gegn og getur gert það aftur - þeir gera hlutina rétt þegar það skiptir máli. Ef þú ert Chelsea þá veit ég ekki hvoru liðinu þú vilt mæta."
Sigurvegarinn í einvíginu í kvöld mætir Chelsea í undanúrslitum.
Athugasemdir